AFHENDING
Vörur til niðurhals, PDF skrár, eru afgreiddar með tölvupósti og berast kaupanda þegar greitt hefur verið fyrir vöruna. Allar vörur sem eru ekki stafrænar og niðurhalanlegar verða sendar 1–3 virkra daga með Íslandspósti eða Post Nord eða GLS ef sent er frá lager í Danmörku. Verð á sendingu reiknast sjálfgkrafa í greiðslugátt. Skilmálar og ábyrgðarskilyrði Íslandspóst, Post Nord eða GLS gilda um sendingu varanna. einrúm ber því ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vörunni í flutningi. Ef vara skemmist eftir að hún yfirgefur einrum.com og áður en hún er afhent viðtakanda, ber flutningsaðili ábyrgð á tjóninu.
VÖRUSKIL OG ENDURGREIÐSLUR
Ef þú ert ekki ánægð/ur með kaupin þín geturðu skilað vörunni til okkar til endurgreiðslu eða skipta innan 30 daga. Vörur sem keyptar eru á útsölu hjá einrúm er ekki hægt að skila eða skipta. Til að eiga rétt á endurgreiðslu verður varan að vera ónotuð og í upprunalegu ástandi með öllum merkimiðum og umbúðir óskemmdar. Þú berð ábyrgð á kostnaði við að skila vörunni og þarft skila staðfestingu á póstsendingunni til okkar. Kaupkvittun fyrir vörunni sem á að skila þarf að fylgja með. Ef varan er innsigluð verður innsiglið að vera órofið. Frestur til að skila vöru reiknast frá þeim degi sem varan er afhent skráðum viðtakanda. Ef varan er ekki sú sem þú pantaðir eða er gölluð, vinsamlegast hafðu samband við okkur á netfangið einrum@einrum.com til að ganga frá skilum. Galla á vöru skal staðfesta það með mynd sem og skriflegri lýsingu á galla. einrúm greiðir sendingarkostnað á gölluðum vörum.
Rafrænum vörum svo sem prjónauppskriftum á PDF formi fæst hvorki skilað né skipt. Ekki er hægt að fá rafrænar vörur endurgreiddar.
24 mánaða ábyrgð er á gölluðum vörum (garn sem hefur ekki verið prjónað úr). Við mælum með að gölluðum vörum sé skilað innan 2 mánaða frá kaupdegi.
KVARTANIR
Við munum gera okkar besta til að leysa úr öllum ágreiningi strax og hann kemur upp. Ef þú hefur einhverjar kvartanir eða athugasemdir, vinsamlegast hafðu samband við okkur á support@einrum.com.